Sjálfstæðismenn gagnrýna seinagang

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Eggert

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins gagn­rýna harðlega hversu seint vinnu við fjár­hags­áætlana­gerð borg­ar­inn­ar miðar. Þeir segja að út­hlut­un á fjár­hagsramma ein­stakra sviða hafi fyrst verið af­greidd í borg­ar­ráði í morg­un, tæp­um tveim­ur mánuðum síðar en gert hafi verið ráð fyr­ir.

„Þrátt fyr­ir hversu lang­an tíma þessa vinna hef­ur tekið, virðist alla for­gangs­röðun skorta í fjár­hags­áætlana­gerðina og ónógt sam­ráð, bæði inn­an borg­ar­stjórn­ar og við starfs­fólk, veld­ur því að erfitt er að greina nokkr­ar póli­tísk­ar lín­ur í þeirri vinnu sem nú hef­ur loks verið vísað til fagsviðanna,“ seg­ir í til­kynn­ingu.  

Haft er eft­ir Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur, odd­vita Sjálf­stæðis­flokks­ins, að sam­kvæmt þeirri ramm­a­út­hlut­un sem nú liggi fyr­ir sé stefnt að meiri hagræðingu á mennta­sviði og íþrótta- og tóm­stund­ar­sviðin en af menn­ing­ar- og ferðamála­sviði og einnig meiri en af miðlægri stjórn­sýslu. 

Hanna Birna undr­ast slíka for­gangs­röðun og tel­ur hana í ósam­ræmi við brýn­ustu verk­efn­in í borg­inni.

„Ástæðan fyr­ir góðum ár­angri í fjár­hags­áætlana­gerð Reykja­vík­ur­borg­ar á und­an­förn­um árum er ein­föld.  Borg­ar­stjórn var ein­róma um áhersl­ur í þágu vel­ferðar og barna, auk þess sem meg­in­lín­urn­ar um skatta, gjald­skrár og grunnþjón­ustu voru al­veg skýr­ar. For­gangs­röðunin var einnig öll­um ljós og end­ur­speglaðist í því að sparnaður var mest­ur í miðlægri stjórn­sýslu en minnst­ur þar sem börn, mennt­un og vel­ferð voru í húfi,“ seg­ir hún í til­kynn­ingu.
 
Hanna Birna bend­ir jafn­framt á í til­kynn­ingu að allt frá nýr meiri­hluti hafi verið myndaður hafi borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hvatt til þess að á þessu brýna verk­efni verði tekið af al­vöru sem allra fyrst.  Það hafi ekki verið gert, meiri­hlut­inn beri stöðugt við reynslu­leysi og þörf­in fyr­ir meiri tíma, sem nú sé að líða og því miður end­ur­spegli þau gögn sem nú liggja fyr­ir að þetta verði ekki fjár­hags­áætl­un fyr­ir fólkið, held­ur fyr­ir kerfið þar sem meiri­hluti Besti flokk­ur­inn og Sam­fylk­ing­in úti­loki hvorki hækk­un út­svars- né fast­eigna­skatta og virðist í raun gera ráð fyr­ir þeim.

„Slík­ar hækk­an­ir á al­menn­ing eru al­gert óráð á tím­um þar sem al­menn­ing­ur ein­fald­lega get­ur ekki tekið við meiri álög­um" seg­ir Hanna Birna og ít­rek­ar mik­il­vægi þess að borg­in haldi áfram að standa vörð um það sem mestu skipt­ir og leiti allra leiða áður en vand­an­um er velt yfir á fólkið í borg­inni.
 
Bók­un Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík vegna ramm­a­út­hlut­un­ar í borg­ar­ráði má sjá hér.
 
 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert