Skagfirðingar vilja fund

Úr Skagafirði
Úr Skagafirði

Sveitarstjórinn í Skagafirði hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla heilbrigðisráðherra á Alþingi um  að hópur á vegum ráðuneytisins sé nú á ferð um landið og haldi fundi með framkvæmdastjórum heilbrigðisstofnana og heimamönnum til að safna upplýsingum um stöðu mála þar sem til stendur að fara í stórfelldar skipulagsbreytingar á heilbrigðisþjónustu ásamt miklum niðurskurði  á  fjárveitingum

Í yfirlýsingunni segir að  sveitarstjórn sé kunnugt um að ráðuneytismenn hafi rætt við framkvæmdastjóra og starfsfólk  en ekki hafi verið haft neitt samband við sveitarstjórn eða aðra heimamenn um málið. 

Þar segir að sveitarstjórn harmi það virðingarleysi sem fram kemur í  vinnubrögðum ráðherra og starfsmanna ráðuneytis gagnvart heimamönnum þegar áform um svo gríðarlegar skipulagsbreytingar er að ræða sem tillögur í fjárlögum bera með sér.  

Ennfremur segir í yfirlýsingunni að ráðherra hafi ekki enn sinnt beiðni sveitarstjórnar frá 4.október  s.l. um fund með sveitarstjórn vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert