Stefnuleysi bitnar á slippum

Skip í slipp.
Skip í slipp.

Sú óvissa sem ríkir um örlög fyrningarleiðarinnar svonefndu hefur mjög neikvæð áhrif á skipasmíðastöðvar um land allt. Það er mat forsvarsmanna nokkurra af stærstu skipasmíðastöðvum landsins að óvissan hafi haft mjög letjandi áhrif á endurnýjun og breytingar fyrir útgerðarfélögin.

„Það er allt tómt hjá okkur. Ekkert að gera. Útgerðin tekur enga ákvörðun ef hún veit ekki hvað verður. Ef menn þurfa ekki að nota skipin sín þá fara þeir ekki með þau í viðhald á meðan. Þetta er staðan, alveg bláköld,“ segir Eiríkur Ormur Víglundsson, framkvæmdastjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar.

„Útgerðarmenn hafa talað um þessa fyrningarleið. Ef útgerð á sex skip þá hugsa þeir hjá útgerðinni að ef þessi fyrningarleið sé farin þá þurfi þeir ekki nema fjögur skip. Þá er ekkert farið í viðhald með skipin. Þetta er að lenda á okkur núna.“

Stefán Sigurðsson, forstjóri skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, segist hafa tekið eftir minnkandi viðskiptum strax eftir að ný ríkisstjórn tók við, en nánar er fjallað um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert