Málefnaþing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hófst nú síðdegis í Hagaskóla í Reykjavík en þar er meðal annars fjallað um umsóknarferlið í viðræðunum við Evrópusambandið og breytta stöðu í utanríkismálum.
Málefnaþinginu lýkur á morgun. Í fyrramálið verða pallborðsumræður en unnið er í hópum í kvöld og á morgun og sú vinna verður kynnt síðdegis á morgun.