Daníel Ernir kominn heim

Daníel Ernir kátur í fangi aðstandanda.
Daníel Ernir kátur í fangi aðstandanda. ljósmynd/IHLAS

Daní­el Ern­ir Jó­hanns­son, rúm­lega sex mánaða gam­all son­ur hjón­anna sem lét­ust í bíl­slysi í Tyrklandi, er kom­inn heim til Íslands. Gunn­ar Tryggva­son, móður­bróðir Daní­els, og eig­in­kona hans lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli með Daní­el litla nú fyr­ir skömmu.

„Við erum kom­in heim. Við kom­um bara rétt áðan. Það var ákveðið í nótt að koma heim. Okk­ur bauðst þriggja leggja ferð, sem við ætluðum ekki í, en þáðum hana að lok­um. Ann­ars hefðum við ekki kom­ist heim fyrr en annað kvöld,“ seg­ir Gunn­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Við erum núna að keyra heim, örþreytt.“

 Gunn­ar kveðst hafa verið mjög svo feg­inn að fá Daní­el Erni í fangið eft­ir erfiða daga en þau hjón­in lögðu af stað til Tyrk­lands morg­un­inn eft­ir slysið.

Aðrir aðstand­end­ur eru þó enn í Tyrklandi. „Við skipt­um með okk­ur verk­um. Ég og kon­an mín tók­um að okk­ur að koma barn­inu heim. Árni, faðir Jó­hanns, og Stefán, sam­starfsmaður hans, sinntu öðrum erfiðari mál­um. Þeir eru ennþá á staðnum að ganga frá papp­ír­um og þess hátt­ar,“ seg­ir Gunn­ar.

Ekki hef­ur verið ákveðið hverj­ir taka að sér dreng­inn til fram­búðar, en að sögn aðstand­enda á hann marga góða að. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það en hann verður hjá okk­ur fyrst um sinn,“ seg­ir Gunn­ar að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert