Fótbrotnaði við Nesjar

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF LIF
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF LIF mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Slysavarnafélagið Landsbjörg fékk hjálparbeiðni vegna manns sem talinn er fótbrotinn og er staddur í Hafradal ofan Laxárdals í Nesjum austan Hornafjarðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur því verið kölluð út.

Búið er að kalla út björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á á Höfn og Djúpivogi og eru þær á leið á staðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu er svæðið mjög erfitt yfirferðar og eru björgunarmenn að meta hvernig öruggast er að haga björgun mannsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert