Í stríð við sannleikann

Fulltrúar WikiLeaks á blaðamannafundi í Lundúnum í dag.
Fulltrúar WikiLeaks á blaðamannafundi í Lundúnum í dag. Reuters

Krist­inn Hrafns­son, einn af tals­mönn­um upp­ljóstr­un­ar­vefjar­ins Wiki­leaks, seg­ir gagn­rýni Hillary Cl­int­on, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna og Pentagon, banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins, á birt­ingu á leyniskjöl­um úr Íraks­stríðinu á sandi byggða. „Er það ekki eitt­hvað mal í henni frá því í gær­kvöldi? Hún var kom­in með viðbrögð við þessu áður en Wiki­leaks birti skýrsl­urn­ar.“

„Í raun og veru var Pentagon búið að reikna það út að við vær­um að leggja líf á fjórða hundrað íraskra upp­ljóstr­ara í hættu tveim­ur tím­um eft­ir að Wiki­leaks birti þess­ar skýrsl­ur. Þeir eru því ansi fljót­ir að lesa í gegn­um 391.243 skýrsl­ur þess­ir ágætu menn í Pentagon,“ seg­ir Krist­inn sem gef­ur því lítið fyr­ir gagn­rýn­ina banda­rískra stjórn­valda. Hann var einn þeirra sem kynnti skýrsl­urn­ar á blaðamanna­fundi í Lund­ún­um í dag.

„Það eru kom­in viðbrögð fyr­ir­fram frá Hillary og Pentagon áður en menn áttuðu sig á því hvað væri þarna á ferðinni. Þau gerðu sér ekki grein fyr­ir því hvernig við mat­reiðum skýrsl­urn­ar. Það var mikið ferli hjá Wiki­leaks að taka út nöfn, ná­kvæm­ar staðsetn­ing­ar og aðrar upp­lýs­ing­ar sem mögu­lega gætu leitt af sér ein­hver skaða. Þessi gagn­rýni féll því um sjálfa sig,“ seg­ir Krist­inn sem býst ekki við frek­ari gagn­rýni eða aðgerðum að hálfu banda­rískra stjórn­valda.

„Þeir geta samt al­veg bætt á sig einu stríði. Stríðinu við sann­leik­ann. Það er nóg fyr­ir.“

Krist­inn seg­ir Wiki­leaks hafa gengið út frá því í upp­hafi að all­ar upp­lýs­ing­ar í skýrsl­un­um væru skaðleg­ar og unnið út frá því þar til annað væri sannað.

 „Það var farið ra­f­rænt í gegn­um all­ar skýrsl­urn­ar. Verk­efnið var nálg­ast þannig frá upp­hafi að ákveðið var að allt væri skaðlegt í öll­um skýrsl­un­um þangað til að búið væri að staðreyna og sanna að allt væri óskaðlegt. Þetta var gert með býsna sterku fram­lagi frá öfl­ug­um tölvu­for­rit­ur­um og fræðimönn­um á ýms­um sviðum. Þannig var smám sam­an unnið út frá því að allt væri skaðlegt. Síðan voru orð, orðasam­bönd, skammstaf­an­ir og annað heim­ilað inn í grunn­in­um.“

Krist­inn seg­ir skýrsl­urn­ar þó gefa glögga mynd af raun­veru­leika stríðsins í Írak. „Þær eru engu að síður læsi­leg­ar og gefa heild­ar­mynd af veru­leika styrj­ald­ar­inn­ar, mann­falli, hörm­ung­um og öðrum at­b­urðum. Hins veg­ar er þetta verk­efni sem verður haldið áfram með. Að lok­um verður það eitt út­strikað sem mögu­lega er skaðlegt. Þetta er ábyrg nálg­un á því að vera viss um það að ekk­ert verði til skaða.“

Krist­inn kveður Wiki­leaks búa yfir fleiri skjöl­um sem upp­ljóstra staðreynd­ir sem áður hafa ekki litið dags­ins ljós. „Al­ger­lega.“

Daniel Ellsberg, sem lak svonefndum Pentagonskjölum um Víetnamstríði til fjölmiðla …
Daniel Ells­berg, sem lak svo­nefnd­um Pentagonskjöl­um um Víet­nam­stríði til fjöl­miðla árið 1971, talaði á blaðamanna­fundi Wiki­Leaks í dag. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert