Líkir ráðherra við leikskólakrakka

Í slippnum á Akureyri.
Í slippnum á Akureyri. mbl.is/Kristján

„Það verður þó að segjast eins og er með þennan blessaða sjávarútvegsráðherra okkar að það skilur enginn hvað er að gerast í þessu ráðuneyti.

Þetta minnir mann á leikskóla þar sem krakkar stríða hver öðrum með því að koma fyrir hurðarsprengjum,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, um þá óvissu sem er uppi hjá útgerðinni. Hún hafi mikil áhrif á verkefnastöðuna í slippum landsins.

Bjarni Thoroddsen, framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar, segir óvissuna í slippunum mikla og að útgerðin sinni aðeins brýnustu viðhaldsverkefnum, að því er fram kemur í umfjöllun um verkefnaleysi slippstöðva í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert