„Í mörgum tilfellum hefur fólk greiðsluvilja þótt það hafi ekki greiðslugetu,“ segir Sigurður A. Jónsson, forstjóri Intrum á Íslandi.
„Þá hefur það engan tilgang að vera að keyra fólkið í þrot, heldur er miklu frekar reynt að gera greiðslusamkomulag við það.“
Intrum vaktar tugi þúsunda krafna á Íslandi. Sigurður segir kröfuvakt Intrum hins vegar „minnst ganga út á það að innheimta frá gjaldþrota fólki“. Frumvarp um breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti og fyrningarfrest hafi mjög óveruleg áhrif á kröfuvaktina, þar sem stór hluti krafna sé til kominn á annan hátt, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.