Opið hús hjá RÚV

Starfsmenn RÚV leiðir hópa um húsið.
Starfsmenn RÚV leiðir hópa um húsið. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkisútvarpið býður landsmönnum í heimsókn í útvarpshúsið við Efstaleiti 1 í tilefni af áttatíu ára afmæli RÚV. RÚV segir á sjötta þúsund manns hafa þegar komið í heimsókn en hálfgert umferðaröngþveiti hafa skapast í nágrenninu.

Starfsmenn hússins taka á móti fólki og leiða það um húsið til að kynna starfsemi þess. Fólki gefst kostur á að skoða bæði útvarps- og sjónvarpstökuver en nokkrum hópum gafst kostur á að sjá upptökur á Stundinni okkar.

Þá eru ýmsir munir úr starfi Ríkisútvarpsins til sýnis en þ. á m. má sjá hárkollur sem leikarar setja upp þegar þeir bregða sér í hlutverk Davíðs Oddssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur.

Öllum er þá boðið í kaffi og vöfflur en sjálfur útvarpsstjórinn, Páll Magnússon, hefur unnið hörðum höndum í allan dag að steikja vöfflur fyrir mannskapinn. 

Jón Baldvin Halldórsson, fyrrum fréttahaukur hjá RÚV, virðir fyrir sér …
Jón Baldvin Halldórsson, fyrrum fréttahaukur hjá RÚV, virðir fyrir sér gamla vinnustaðinn. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka