Ríkisútvarpið fagnar 80 ára afmæli sínu um þessar mundir og býður því gestum og gangandi á opið hús í Efstaleiti í dag.
Á vefsíðu Ríkisútvarpsins segir að starfsmenn hafa verið önnum kafnir við að undirbúa afmælishátíðina og stilla upp ýmsum gersemum.
Meðal þess sem mun bera fyrir augu gesta verða þjóðkunnar brúður, búningar og aðrir leikmunir. Starfsfólk mun leiða gesti um húsið og segja frá því sem fyrir augu ber. Húsið verður opið frá klukkan eitt til hálf fimm.