Stígamót hafa veitt Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur jafnréttisviðurkenningu samtakanna fyrir árið 2010 og segja hana hafa veitt aukið Stígamótafólki bjartsýni á að réttlætið sigri að lokum.
Sigrún Pálína hefur sýnt ótrúlega þrautseigju og hugrekki með því að segja sögu sína, þrátt fyrir ítrekaðar og öflugar þöggunartilraunir. Henni hefur tekist eftir áratuga baráttu að fá viðurkenningu kirkjunnar á misgjörðunum sem hún var beitt. Með því hefur hún verið fyrirmyng fyrir marga sem í langan
tíma hafa þagað yfir óretti. Hún hefur vakið hjá fólki þrána eftir að
fá viðurkenningju á ofbeldinu sem það hefur verið beitt," segir meðal annars í tilkynningu frá Stígamótum.