Vilji til víðtæks samstarfs

Gylfi í ræðustól á ársfundi ASÍ.
Gylfi í ræðustól á ársfundi ASÍ. mbl.is/Golli

„Ég er ánægður með ársfundinn hjá okkur. Við beittum vinnulagi í gær, svokallaðri þjóðfundaraðferð, og það virkaði mjög vel,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, eftir að hann hafði slitið ársfundi sambandsins í gær.

Hann sagði að almenn ánægja hefði ríkt með þetta fyrirkomulag. „Það kom kannski bara á óvart að það er mjög mikill vilji þessa hóps að það takist að byggja brýr, byggja traust, á milli aðila vinnumarkaðarins, stjórnvalda og stjórnarandstöðu til að fara í samstarf við að vinna þjóðina út úr þeim vandræðum sem hún er í.

Það er heldur engin launung að það er líka mikil vantrú. Menn óttast að stjórnvöld ætli ekki að standa við samkomulag. Þrátt fyrir að við séum mjög brennd af vanefndum stöðugleikasáttmálans vilja menn samt hafa það sem meginlínu okkar að freista þess að ná samkomulagi,“ segir Gylfi í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert