Enn óljóst með Landeyjahöfn

Frá fyrstu siglingu Herjólfs frá Landeyjahöfn
Frá fyrstu siglingu Herjólfs frá Landeyjahöfn Rax / Ragnar Axelsson

Eng­ar upp­lýs­ing­ar er að finna á vefsíðu Herjólfs um hvenær sigl­ing­ar hefjast að nýju frá Land­eyja­höfn.

Nýj­ustu upp­lýs­ing­arn­ar um ferðir skips­ins á vefsíðunni eru frá 13. októ­ber og þar seg­ir að afar litl­ar lík­ur séu á því að fram­kvæmd­um við dýpk­un hafn­ar­inn­ar ljúki fyrr en viku síðar og að þá muni sigl­ing­ar hefjast frá höfn­inni að nýju, sem var í síðustu viku.

Þegar hringt er í upp­lýs­ingasíma Herjólfs eft­ir lok­un skipti­borðs, svar­ar sjálf­virk­ur sím­svari Eim­skips í Reykja­vík, sem gef­ur eng­ar upp­lýs­ing­ar um ferðir Herjólfs.

Guðmund­ur Nikulás­son, fram­kvæmda­stjóri Eim­skips inn­an­lands, seg­ir að til hafi staðið að opna höfn­ina um helg­ina, það hafi ekki tek­ist og óvíst sé hvenær það verði. „Við mun­um lík­lega láta vita með um tveggja daga fyr­ir­vara hvenær við sigl­um aft­ur frá Land­eyj­ar­höfn og við von­umst auðvitað til að geta byrjað sem fyrst.“

En mætti upp­lýs­inga­gjöf fyr­ir­tæk­is­ins ekki vera betri? „Jú, lík­lega mætti hún vera það. En það hef­ur verið fjallað svo mikið um þetta í frétt­un­um að flest­um ætti að vera þetta ljóst.“ 

Sand­dæl­ing hef­ur taf­ist nokkuð, en rör sand­dælu­skips­ins Perlunn­ar fest­ist á fimmtu­dag­inn ogtók þá dælu­skipið Sól­ey við dæl­ingu.




mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert