Strætó breytir akstri vegna kvennafrís

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Mest­ar verða breyt­ing­arn­ar á leið 14, þar sem Kalkofns­vegi verður lokað frá 13:30 vegna frá­gangs á sviði. Leið 14 mun því frá 13:30 aka um Ánanaust, Hring­braut, Suður­götu Skot­hús­veg, Frí­kirkju­veg, Von­ar­stræti, Suður­götu og Hring­braut á leið á Hlemm og sömu göt­ur til baka þegar keyrt er að Granda.
All­ir aðrir vagn­ar munu aka sam­kvæmt hefðbund­inni áætl­un fram til kl. 15:00, en þá verður Hverf­is­götu lokað.

Akst­ur verður þá með sama hætti og 17. júní og verða lokaðar biðstöðvar merkt­ar og vísað á næstu opnu biðstöð.

Strætó mun jafn­framt bæta við auka­vögn­um á leiðum 1, 3 og 6 fyr­ir heim­ferð hátíðargesta. Biðstöðvar á leið úr bæn­um út í hverfi eru aðgengi­leg­ast­ar úr Von­ar­stræti (Ráðhús­inu) og frá Hlemmi.
Leið 13 mun aka óbreytt um Von­ar­stræti í báðar átt­ir.
Nán­ari lýs­ing á leiðabreyt­ing­um er að finna á vefsíðu Strætó.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert