Strætó breytir akstri vegna kvennafrís

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Mestar verða breytingarnar á leið 14, þar sem Kalkofnsvegi verður lokað frá 13:30 vegna frágangs á sviði. Leið 14 mun því frá 13:30 aka um Ánanaust, Hringbraut, Suðurgötu Skothúsveg, Fríkirkjuveg, Vonarstræti, Suðurgötu og Hringbraut á leið á Hlemm og sömu götur til baka þegar keyrt er að Granda.
Allir aðrir vagnar munu aka samkvæmt hefðbundinni áætlun fram til kl. 15:00, en þá verður Hverfisgötu lokað.

Akstur verður þá með sama hætti og 17. júní og verða lokaðar biðstöðvar merktar og vísað á næstu opnu biðstöð.

Strætó mun jafnframt bæta við aukavögnum á leiðum 1, 3 og 6 fyrir heimferð hátíðargesta. Biðstöðvar á leið úr bænum út í hverfi eru aðgengilegastar úr Vonarstræti (Ráðhúsinu) og frá Hlemmi.
Leið 13 mun aka óbreytt um Vonarstræti í báðar áttir.
Nánari lýsing á leiðabreytingum er að finna á vefsíðu Strætó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka