Vegið að rótum trúarinnar

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. mbl.is/Kristinn

Karl Sig­ur­björns­son, bisk­up Íslands, seg­ir til­lögu mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar vega að rót­um trú­ar, siðar og hefðar. Hann gerði samþykkt­ina að umræðuefni sínu í pre­dik­un hátíðarmess­unn­ar í Hall­gríms­kirkju í dag.

Til­laga mann­rétt­indaráðs kveður á um að starfs­menn kirkj­unn­ar fái ekki leng­ur að heim­sækja skóla, kirkju­ferðir verði bannaðar ásamt sálma­söng og list­sköp­un í trú­ar­leg­um til­gangi.

„Kerf­is­bundið virðist vera unnið að því að fela þá staðreynd og víða ráða för skefja­laus­ir for­dóm­ar og andúð á trú, sér í lagi kristni og þjóðkirkju. Trúfrelsi er skil­greint sem úti­lok­un trú­ar frá hinu op­in­bera rými, upp­eldi og kennslu. Sem mun þó ein­ung­is stuðla að fá­fræði, for­dóm­um og and­legri ör­birgð,“ sagði Karl.

„Þetta má sann­ar­lega sjá í ný­legri samþykkt mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar sem krefst þess að lokað verði á aðkomu kirkj­unn­ar að skól­un­um, kirkju­ferðir verði bannaðar. Sálma­söng­ur og list­sköp­un í trú­ar­leg­um til­gangi sömu­leiðis. Ætt­ar­mótið leyn­ir sér ekki.“

Karl vakti einnig at­hygli á því að sam­kvæmt bók­un mann­rétt­indaráðsins verði Gídeon­fé­lag­inu bannað að af­henda skóla­börn­um Nýja testa­mentið að gjöf en Gídeon­fé­lagið hef­ur gefið skóla­börn­um ritið í tæp sex­tíu ár.

„Mann­rétt­indaráð vill í nafni mann­rétt­inda banna það að Gídeon­fé­lagið megi af­henda grunn­skóla­börn­um Nýja testa­mentið að gjöf. Á vett­vangi skól­ans skal börn­un­um meinað að kynn­ast því riti sem er lyk­ill­inn að skiln­ingi á list­um og bók­mennt­um heims­ins, krist­inni trú og sið Íslend­inga. Sem grunn­skól­inn á reynd­ar að lög­um að byggja á og fræða um. Nú þykir brýnt að halda þeirri bók fjarri skóla­börn­um og leggja það rit að jöfnu við aug­lýs­inga­bæklinga. “

„Eins skal í nafni mann­rétt­inda ekki leng­ur kalla til presta og djákna þegar áföll verða held­ur svo­nefnda „fagaðila.“ Með þessu er gert lítið úr mennt­un og reynslu kirkj­unn­ar þjóna hvað varðar sál­gæslu og sam­fylgd við syrgj­end­ur sem flest­ir Íslend­ing­ar kjósa reynd­ar að þiggja. Þetta er illa dul­bú­in at­laga að fag­leg­um heiðri presta og djákna og úti­lok­un þeirra frá því að sinna starfi sínu. Allt ber þetta að sama brunni,“ sagði Karl en hann tel­ur að með þessu sé vegið að rót­um trú­ar, siðar og hefðar.

„Það hef­ur verið gott að sjá að fjöl­marg­ir for­eldr­ar og skól­menn hafa and­mælt þess­um hug­mynd­um. Guði sé lof fyr­ir það fólk sem held­ur vöku sinni. Það er vegið að rót­um trú­ar, siðar og hefðar. Við þurf­um síst á því að halda á háska­tím­um,“ sagði Karl sem kvað kirkj­una hafa átt far­sælt sam­starf við skóla.

„Þjóðkirkj­an virðir skól­ann og for­send­ur hans og hef­ur átt gott sam­starf við skól­ann um kristna fræðslu, sál­gæslu, for­varn­ir og lífs­leikni. Sam­starf kirkju og skóla er mik­il­vægt í grennd­ar­sam­fé­lag­inu því báðar þess­ar stofn­an­ir vilja hag barna og ung­linga sem best­an og vilja leggja grunn að hinu góða sam­fé­lagi, hinu góða lífi. Á grund­velli hollra gilda.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert