Ekki búist við aurflóðum

Nýlega flæddi yfir brúna yfir Svaðbælisá.
Nýlega flæddi yfir brúna yfir Svaðbælisá.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir, að ekki sé búist við aurflóðum úr Eyjafjallajökli í dag, þrátt fyrir spá um mikla úrkomu, en hugsanlega gæti hækkað nokkuð snögglega í ám.

Veðurstofan varar við stormi í dag suðvestantil á landinu og er spáð talsverðri úrkomu á Suðurlandi.  Búist er við því að áköf úrkoma byrji um kl. 14:00 við Eyjafjallajökul og standi fram yfir miðnætti. 

Almannavarnadeild segir, að úrkoman verði í formi snjókomu á jöklinum sjálfum og niður í hlíðar en síðan taki við slydda og rigning. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert