Hafa áhyggjur af þjónustu við langveik börn

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var í dag sæmd fyrsta gullmerki Umhyggju …
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var í dag sæmd fyrsta gullmerki Umhyggju fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf að málefnum landveikra barna.

Um­hygg, fé­lag til stuðnings lang­veik­um börn­um, lýsi áhyggj­um af stöðu heil­brigðisþjón­ustu lang­veikra barna á næstu árum og velt­ir fyr­ir sér hver staðan verði árið 2015.  

Þetta kem­ur fram í álykt­un fé­lags­ins sem var samþykkt á málþingi í dag. Þar seg­ir:

„Fé­lagið og málþingið lýsa áhyggj­um af stöðu heil­brigðisþjón­ustu lang­veikra barna á næstu árum og velta fyr­ir sér hver staðan verður árið 2015.  G

ríðarleg­ar fram­far­ir hafa átt sér stað á sviði barna­lækn­inga og umönn­un­ar lang­veikra barna á und­an­förn­um ára­tug­um og mikið áunn­ist í rétt­inda­mál­um þessa hóps.  Vax­andi áhyggj­ur eru hins veg­ar af niður­skurði í heil­brigðisþjón­ustu, at­gervis­flótta úr heil­brigðis­stétt­um og því að lang­veik börn þurfi að sitja á hak­an­um. 

Mik­il­vægt er að hin frá­bæra þróun sem orðið hef­ur á þessu sviði á und­an­förn­um árum stöðvist ekki. 

Óskað er eft­ir því að yf­ir­völd leggi sitt á vog­ar­skál­arn­ar til að tryggja áfram­hald­andi framþróun á þessu sviði.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert