Umhygg, félag til stuðnings langveikum börnum, lýsi áhyggjum af stöðu heilbrigðisþjónustu langveikra barna á næstu árum og veltir fyrir sér hver staðan verði árið 2015.
Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem var samþykkt á málþingi í dag. Þar segir:
„Félagið og málþingið lýsa áhyggjum af stöðu heilbrigðisþjónustu langveikra barna á næstu árum og velta fyrir sér hver staðan verður árið 2015. G
ríðarlegar framfarir hafa átt sér stað á sviði barnalækninga og umönnunar langveikra barna á undanförnum áratugum og mikið áunnist í réttindamálum þessa hóps. Vaxandi áhyggjur eru hins vegar af niðurskurði í heilbrigðisþjónustu, atgervisflótta úr heilbrigðisstéttum og því að langveik börn þurfi að sitja á hakanum.
Mikilvægt er að hin frábæra þróun sem orðið hefur á þessu sviði á undanförnum árum stöðvist ekki.
Óskað er eftir því að yfirvöld leggi sitt á vogarskálarnar til að tryggja áframhaldandi framþróun á þessu sviði.“