Klukkan 14:25 lögðu konur víða niður störf og gengu út af vinnustöðum sínum til þess að halda upp á kvennafrídaginn. Í Reykjavík munu konur hittast við Hallgrímskirkju kl. 15 þaðan sem hópurinn mun ganga í sameiningu niður á Arnarhól.
Dagskráin í höfuðborginni er helguð baráttu kvenna gegn kynferðisofbeldi. Efnt verður til fjöldagöngu og útifunda víða um land í dag en í gær,
þegar 35 ár voru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum, fór fram í Reykjavík
alþjóðleg ráðstefna um ofbeldi gegn konum.
Ástæðan fyrir því að konur eiga að ganga út kl. 14:25 er sú að samkvæmt rannsóknum á launamismun kynjanna hafa konur þá lokið vinnudegi sínum, í samanburði við karla.