Konur ganga nú fylktu liði frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg í tilefni af kvennafrídeginum. Mikið fjölmenni er í miðborg Reykjavíkur og bera margir þátttakendur kröfuspjöld.
Hópurinn mun síðan koma saman við Arnarhól þar sem hátíðardagskrá hefst með ræðum, söng og skemmtiatriðum.
Bæði karlar og konur taka þátt í göngunni.
Konur voru hvattar til að leggja niður störf kl. 14:25 í dag og ganga út af vinnustöðum sínum til að taka þátt í deginum, sem var fyrst haldinn árið 1975.