Konur sameinast í miðborginni

Leikkonan Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir kom ríðandi á svæðið.
Leikkonan Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir kom ríðandi á svæðið. mbl.is/Kristinn

Konur ganga nú fylktu liði frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg í tilefni af kvennafrídeginum. Mikið fjölmenni er í miðborg Reykjavíkur og bera margir þátttakendur kröfuspjöld.

Hópurinn mun síðan koma saman við Arnarhól þar sem hátíðardagskrá hefst með ræðum, söng og skemmtiatriðum.

Bæði karlar og konur taka þátt í göngunni.

Konur voru hvattar til að leggja niður störf kl. 14:25 í dag og ganga út af vinnustöðum sínum til að taka þátt í deginum, sem var fyrst haldinn árið 1975.

Konur hafa fjölmennt í miðborginni.
Konur hafa fjölmennt í miðborginni. mbl.is/Ómar
Fjölmenni hefur safnast saman við Hallgrímskirkju.
Fjölmenni hefur safnast saman við Hallgrímskirkju. mbl.is/Kristinn
Þátttakendur eru vel klæddir enda kalt í veðri og hvasst.
Þátttakendur eru vel klæddir enda kalt í veðri og hvasst. mbl.is/Kristinn
Jafnréttissjónarmiðin eru í hávegum höfð. Þá eru sumir skrautlegri í …
Jafnréttissjónarmiðin eru í hávegum höfð. Þá eru sumir skrautlegri í klæðaburði en aðrir. mbl.is/Ómar
Konurnar bera ýmiskonar skilti til að koma sínum skilaboðum á …
Konurnar bera ýmiskonar skilti til að koma sínum skilaboðum á framfæri. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert