Lögðu áherslu á að Ísland styddi hernað

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, sagði í morg­unþætti Rás­ar 2 í dag, að sam­töl hefðu farið fram á milli banda­rískra og ís­lenskra emb­ætt­is­manna í aðdrag­anda þeirr­ar ákvörðunar vorið 2003, að styðja hernaðaraðgerðir Banda­ríkja­manna og fleiri ríkja í Írak.

Sagði Össur, að upp­lýs­ing­um um þessa ákvörðun hefði verið aflað í ráðuneyt­inu fyr­ir  Alþingi vegna þings­álykt­un­ar­til­lögu, sem þar hefði komið fram um rann­sókn á mál­inu. Sú til­laga var hins veg­ar af­greidd en Össur sagði, að von væri á að hún yrði lögð fram á ný. Upp­lýs­ing­arn­ar kæmu í ljós þegar þingið fengi þær af­hent­ar.

Það kæmi hins veg­ar á óvart, að meira væri til af upp­lýs­ing­um en áður hefði verið talið og þær vörpuðu ljósi á það hvernig ákvörðunin hefði verið tek­in og hvaða hags­mun­ir lágu til grund­vall­ar. Einnig væri ljóst að ákvörðunin hefði ekki verið tek­in með lýðræðis­leg­um hætti.

Þá sagði Össur, að sam­töl hefðu farið fram á milli banda­rískra og ís­lenskra emb­ætt­is­manna í aðdrag­anda þess­ar­ar ákvörðunar.  „Það var auðvitað ljóst að Banda­rík­in sóttu mjög fast að fá Ísland á þenn­an lista," sagði Össur.

Hann sagði, að þær upp­lýs­ing­ar sem vef­ur­inn Wiki­Leaks birti á föstu­dag um hernaðinn í Írak staðfesti það sem þáver­andi stjórn­ar­and­stæðing­ar sögðu, að rangt hefði verið af ís­lensk­um stjórn­völd­um að styðja þetta stríð. Þetta væri svart­asti blett­ur­inn á ís­lenskri ut­an­rík­is­stefnu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert