Ótrúleg samstaða kvenna

Bryndís Bjarnarson, framkvæmdastjóri Kvennafrídagsins 2010, segir daginn hafa tekist með endemum vel. „Samstaða íslenskra kvenna er ótrúleg. Þetta er einstakt á heimsvísu og á sér enga hliðstæðu.“

Að  sögn Bryndísar komust baráttumálin vel til skila, en þau voru kynbundið ofbeldi og launamunur kynjanna. „Ræðurnar voru svo áhrifaríkar, ég táraðist yfir þeim.“

Bryndís segir að ýmsir hafi talið að hætta ætti við hátíðahöldin vegna veðurs. „En við tókum það ekki í mál. Við auglýstum: Konur, þó að móti blási, þá stöndum við saman. Við látum veðrið ekki stöðva okkur.

Talið er að 50 þúsund hafi verið í miðborg Reykjavíkur …
Talið er að 50 þúsund hafi verið í miðborg Reykjavíkur í dag. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert