Sigldi ekki vegna kvennafrís

Farþegar ganga um borð í Herjólf.
Farþegar ganga um borð í Herjólf. mbl.is/Sigurður Bogi

Ástæða þess að síðari ferð Vest­manna­eyja­ferj­unn­ar Herjólfs féll niður í dag var ekki vont veður, þótt hvasst sé á Suður­landi, held­ur sú að þern­ur um borð gengu í land til að taka þátt í kvenna­frí­deg­in­um. Þetta kem­ur fram á vef Eyja­f­rétta. 

Í til­kynn­ingu frá Eim­skip, sem rek­ur ferj­una, sagði að ferðin félli niður vegna veðurs. Eyja­f­rétt­ir segja að ein­hver mis­skiln­ing­ur virðist hafa orðið hjá fé­lag­inu.

Eng­in sam­koma er í Eyj­um í dag vegna kvenna­frí­dags­ins, eins og var fyr­ir fimm árum síðan en engu að síður var skorað á kon­ur að leggja niður störf klukk­an 14:25 í dag um allt land.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert