Sjá tækifæri í niðurskurði

Skólabörn í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun.
Skólabörn í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun.

„Ég talaði við þá Orkuveitumenn fimm mínútum eftir að þeir ráku okkur og stakk upp á þessu, ég var búinn að eygja þetta tækifæri,“ segir Ólafur E. Jóhannsson, fyrrverandi starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur.

Hann var einn þeirra sem sagt var upp í niðurskurði sem nú er hafinn hjá Orkuveitunni og hefur nú fyrir hönd hóps manna óskað eftir viðræðum um að taka við móttöku og kynnisferðum fyrir ferðamenn og aðra í virkjunum Orkuveitunnar, meðal annars Hellisheiðarvirkjun.

Þessi þjónusta, sem og ferðir í Rafheima og Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal, var meðal þess sem slegið var af í niðurskurðinum en um hundrað þúsund manns heimsóttu virkjanirnar í boði Orkuveitunnar á síðasta ári, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert