Skoða stofnun lífeyrissjóðs

Smábátar í Hafnarfjarðarhöfn.
Smábátar í Hafnarfjarðarhöfn. mbl.is/Þorkell

Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda samþykkti að fela framkvæmdastjóra sínum að kanna kosti þess og galla að stofna eigin lífeyrissjóð. Mikil óánægja er með afkomu lífeyrissjóðsins Gildis innan sambandsins.

Í ræðu sinni á aðalfundi LS greindi Örn Pálsson, framkvæmdastjóri, frá því að stjórn sambandsins hefði þungar áhyggjur af stöðu Gildis. Örn sagðist hafa verið óánægður með frammistöðu Vilhjálms Egilssonar, þáverandi stjórnarformanns Gildis, á ársfundi sjóðsins.

„Þá upplifði ég heldur ekki að stjórn sjóðsins hefði áhuga á að gera ársfundi opnari, þ.e. að allir sjóðfélagar hefðu atkvæðisrétt.   Það var í sjálfu sér ömurleg tilfinning að sitja fundinn bæði sem sjóðfélagi og fulltrúi hundruða sjóðfélaga og hafa ekki atkvæðisrétt.“ sagi Örn Pálsson í innleggi sínu til aðalfundar LS.

Örn sagði að við skoðun á ársreikningum Gildis lífeyrissjóðs fyrir árin 2008 og 2009 gæti svo farið að eignir sjóðsins rýrni um alls 70 milljarða ef ekkert innheimtist sem gerð væri krafa til, það jafngildir iðgjöldum sjóðfélaga í tvo áratugi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert