Starfsfólk gjörgæslu bakaði fyrir afmælisveisluna

Sigríður Einarsdóttir elsti starfsmaður Gjörgjæslunar skér afmælistertuna.
Sigríður Einarsdóttir elsti starfsmaður Gjörgjæslunar skér afmælistertuna. mbl.is/Árni Sæberg

Gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi hélt í gær upp á 40 ára afmæli og var samstarfsfólkinu á sjúkrahúsinu boðið til mikillar veislu og einnig fyrrverandi starfsfólki.

Talið er að um 300 manns hafi kíkt í kaffi og gætt sér á kræsingum sem starfsfólkið sá sjálft um að baka. Gjörgæsludeildinni bárust góðar gjafir í tilefni dagsins, meðal annars hálf milljón króna frá Actavis og einnig fjöldi gjafa frá samstarfsfólki á sjúkrahúsinu.

Sigrún Einarsdóttir skar fyrstu sneiðina af afmælistertunni, en hún er elsti starfsmaður gjörgæsludeildarinnar og hefur unnið þar, með stuttum hléum, frá því deildin var opnuð fyrir 40 árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert