„Undarleg uppákoma“

Nýverið afhenti Sveinn Rúnar Hauksson fyrsta framlagið í Maríusjóð Aisha, …
Nýverið afhenti Sveinn Rúnar Hauksson fyrsta framlagið í Maríusjóð Aisha, félags til verndar konum og börnum á Gazasvæðinu.

Sveinn Rún­ar Hauks­son, lækn­ir og formaður fé­lags­ins Ísland Palestína, er strandaglóp­ur í Egyptalandi. Hann hef­ur ekki fengið nein svör frá egypsk­um stjórn­völd­um um það hvers vegna hon­um hef­ur verið meinað að snúa aft­ur til Gaza þar sem hann hef­ur verið að störf­um. „Þetta er und­ar­leg uppá­koma.“

Sveinn gist­ir nú á hót­eli í hafn­ar­borg­inni El Arish og bíður eft­ir svör­um frá ís­lenska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu, sem hyggst setja sig í sam­band við egypsk yf­ir­völd vegna máls­ins.

Hann fór yfir landa­mær­in í gær til að fylgja írsk­um vin­um sín­um, sem voru á leiðinni til Kaíró. „Ég fæ þær upp­lýs­ing­ar að ég geti farið til baka hvenær sem er. Ætlaði raun­ar að fara til baka um kvöldið,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is og  bæt­ir við að um til­tölu­lega stutt­ar vega­lengd­ir sé að ræða.

En þegar hann hugðist snúa aft­ur til baka var hon­um neitað. „Þegar ég ætla að fara til baka þá er bara lok, lok og læs og allt í stáli.“ Eng­ar skýr­ing­ar hafi verið gefn­ar. 

„Ég er nán­ast aura­laus, hafði ekk­ert gert ráð fyr­ir þessu. Var ekki með kort­in mín með mér og varð að líka að út­vega mér þau lyf sem ég nota [...] En þetta hef­ur allt sam­an gengið,“ seg­ir hann.

„Mín staða er mjög óviss. Ég veit ekki hvort það þýði að reyna þarna. Þetta er í hönd­um leyniþjón­ust­unn­ar [í Egyptalandi] og hún hef­ur sitt vald. Ég veit að ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur haf­ist handa, en það verður samt ekki fyrr en á morg­un sem sendi­herr­ann í Nor­egi mun ná tali af sendi­herra Egypta­lands í Nor­egi. Og það verður farið þessa diplóma­tísku leið að reyna þrýsta á ein­hverja lausn,“ seg­ir Sveinn.

Gangi það ekki muni hann reyna að kom­ast aft­ur til Gaza í gegn­um Ísra­el.

Hann hafi í nógu að snú­ast í sín­um hjálp­ar­störf­um á svæðinu. M.a. eigi hann von á stoðtækja­smiðnum Óskari Lárus­syni, sem var ný­verið á Gaza ásamt tveim­ur öðrum smiðum á veg­um stoðtækja­fyr­ir­tæk­is­ins Öss­ur­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert