Komur ísbjarna til Íslands og viðbrögð við þeim verða til umfjöllunar í erindi sem dr. Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, heldur í dag kl. 17.15 í Öskju í HÍ.
Verða þar m.a. tekin fyrir rétt viðbrögð að mati starfshóps umhverfisráðuneytisins. Var niðurstaða hans að rétt væri að fella birni sem hér gengju á land.