Drög að nýjum upplýsingalögum

Merki forsætisráðuneytisins
Merki forsætisráðuneytisins

Starfs­hóp­ur, sem for­sæt­is­ráðherra skipaði til að end­ur­skoða gild­andi upp­lýs­inga­lög, hef­ur skilað af sér drög­um að frum­varpi. Formaður starfs­hóps­ins er Trausti Fann­ar Vals­son lektor, en í hon­um eiga auk þess sæti Mar­grét Vala Kristjáns­dótt­ir lektor og Þór­hall­ur Vil­hjálms­son yf­ir­lög­fræðing­ur Alþing­is. 

Í drög­un­um er bent á að nú­gild­andi lög hafi falið í sér um­tals­verða rétt­ar­bót. Hins veg­ar sé rétt að hafa í huga að frá gildis­töku upp­lýs­ingalaga hef­ur ís­lensk stjórn­sýsla þró­ast mikið.

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa orðið á meðferð og vinnslu mála inn­an stjórn­sýsl­unn­ar og því hvernig upp­lýs­ing­ar eru varðveitt­ar. Þess­ar breyt­ing­ar gera það að verk­um að auðveld­ara er en áður að gera upp­lýs­ing­ar um mál­efni hins op­in­bera aðgengi­leg­ar. Jafn­framt hafa kröf­ur al­menn­ings til aðgangs að upp­lýs­ing­um um op­in­ber mál­efni auk­ist.Í drög­un­um seg­ir að þess­ar aðstæður kalli á end­ur­skoðun upp­lýs­ingalaga með það að mark­miði að auka upp­lýs­inga­rétt al­menn­ings.

Í skip­un­ar­bréfi starfs­hóps­ins seg­ir að hon­um sé meðal ann­ars ætlað að skoða hvernig megi í ljósi reynsl­unn­ar af upp­lýs­inga­lög­um og fram­kvæmd úr­sk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál rýmka aðgengi al­menn­ings að upp­lýs­ing­um í fór­um stjórn­valda. Jafn­framt var starfs­hópn­um falið að skoða hvort mögu­leiki væri á því að víkka út gild­is­svið upp­lýs­ingalaga, t.d. þannig að þau nái til einkaaðila eins og hluta­fé­laga og sam­eign­ar­fé­laga sem al­farið eru í eigu hins op­in­bera.


Í drög­un­um seg­ir að í  frum­varp­inu hafi megin­áhersl­an verið lögð á að ná ásætt­an­legu jafn­vægi á milli þriggja mik­il­vægra þátta.

„Í fyrsta lagi að með lög­un­um séu sett­ar al­menn­ar regl­ur sem hafi það að mark­miði að tryggja opna og gegn­sæja stjórn­sýslu. Slíkt er til þess fallið að auka aðhald með starf­semi stjórn­valda, auka réttarör­yggi borg­ar­anna og bæta mögu­leika þeirra til þátt­töku í lýðræðis­sam­fé­lagi. Það er meg­in­til­gang­ur frum­varps­ins að tryggja fram­gang þessa mark­miðs.

Í öðru lagi hef­ur verið litið til þess að stjórn­völd fást í ýms­um störf­um sín­um við upp­lýs­ing­ar sem telj­ast viðkvæm­ar, bæði vegna hags­muna al­menn­ings og hins op­in­bera og vegna einka­hags­muna. Með hliðsjón af þessu hef­ur við samn­ingu frum­varps­ins  verið leit­ast við að greina og lýsa þeim til­vik­um þar sem slík­ir hags­mun­ir telj­ast nægi­lega rík­ir til þess að þeir rétt­læti frá­vik frá  meg­in­reglu lag­anna um rétt al­menn­ings til aðgangs að gögn­um.

Í þriðja lagi hef­ur við  samn­ingu frum­varps­ins verið horft til þess að regl­ur um rétt al­menn­ings til aðgangs að gögn­um séu sett­ar fram með þeim hætti að fram­kvæmd þeirra geti orðið skil­virk, og jafn­framt að hún verði ekki úr hófi kostnaðar­söm.“

Drög­in að frum­varp­inu á vef for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert