Fær ekki að reisa upplýsingamiðstöð

Landeyjahöfn.
Landeyjahöfn. mbl.is/RAX

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur hafnað umsókn félagsins Friendly Iceland ehf. um aðstöðu við veginn niður að Landeyjahöfn. Fram kemur á vef Sunnlenska, að félagið hugðist reisa upplýsingamiðstöð við hringtorg, sem skilur Landeyjarhafnarveginn frá þjóðvegi 1.

Vefurinn hefur eftir  Ingólfi Guðlaugssyni, sem stendur að umsókninni, að það séu vonbrigði að hafa fengið höfnun og það án þess að nein sjáanleg umræða hafi farið fram um erindið.

,,Ég hafði séð fyrir mér að geta sett þarna upp upplýsingamiðstöð sem hefði geta nýst fyrir þá sem voru á leið til Vestmannaeyja eða upp á land. Ég hélt að þetta vantaði og gerði bara gott,“ hefur Sunnlenska eftir Ingólfi.

Vefur Sunnlenska 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert