Fjölmenni á borgarafundi

Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, mætti einn ráðherra á fundinn.
Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, mætti einn ráðherra á fundinn. mbl.is/Golli

Áætlað er að um 200 manns sitji nú borgarafund í Salnum í Kópavogi á vegum Bót, aðgerðahópur um bætt samfélag, stendur fyrir um velferðarmál. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er meðal gesta og var honum vel fagnað í upphafi fundarins.

Ráðherrum og þingmönnum var sérstaklega boðið en Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, var eini ráðherrann sem sá sér fært að mæta. Meðal annarra fundargesta voru þingmenn, fulltrúar Hagsmunasamtaka heimilanna, umboðsmaður neytenda, forseti ASÍ og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Í samtökunum Bót er fyrst og fremst fólk sem hefur framfæri sitt af örorku-, félags- atvinnuleysisbótum og ellilífeyri. Samtökin hafa áður staðið fyrir borgarafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá fóru fulltrúar samtakanna á fund Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum í síðustu viku og fóru þess á leit að hann legði frumvarp fyrir Alþingi sem kvæði á um útreikning á framfærslu og viðmiðum til nauðþurfta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert