Karlar komast frekar í stjórn

Karlmenn komast frekar í stjórn en konur í félögum BSRB …
Karlmenn komast frekar í stjórn en konur í félögum BSRB skv. kynjabókhaldinu. mbl.is/Golli

Hlutfall karla í stjórnum aðildarfélaga BSRB er oftast hærra en hlutfall karla meðal félagsmanna í þessum sömu félögum, að því er fram kemur í kynjabókhaldi BSRB, sem var opnað í gær, á baráttudegi kvenna.

Í skýrslunni kemur fram að heildarfjöldi félagsmanna BSRB er 22.261. Konur eru 69% félagsmanna en karlar 31%. Í stjórn sitja 29 manns en konur eru 41% stjórnarmanna og karlar 59%.

Hlutfall karla í stjórnum aðildarfélaga BSRB virðist ekki vera í samræmi við hlutfall þeirra í hverju félagi. Sem dæmi má nefna starfmannafélag Ríkisútvarpsins en 39% félagsmanna eru karlar. Engu að síður er hlutfall karla í stjórn félagsins 60%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert