Neikvæð ávöxtun erlendra eigna

Raunávöxtun af erlendum eignum lífeyrissjóða hér á landi hefur verið neikvæð það sem af er árinu vegna lægra verðs á hlutabréfum og sterkara gengis íslensku krónunnar.

Á sama tíma hefur verið jákvæð raunávöxtun af innlendum skuldabréfum.

Lífeyrissjóður VR skilaði -1,3% raunávöxtun fyrstu sex mánuði ársins og toguðu erlendar eignir ávöxtunina niður. Erlendar eignir sjóðsins eru um 30% af eignum hans, rúm 50% eru í innlendum skuldabréfum og tæp 20% bankainnistæður og aðrar eignir, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka