Skaða veiðarfæri lífríki sjávar?

Deilt er um áhrif botnvörpu á lífríki sjávar.
Deilt er um áhrif botnvörpu á lífríki sjávar. mbl.is

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fyrir fyrirspurn á þingi til Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um áhrif veiðarfæra á lífríki sjávar.

Í fyrirspurn sinni óskar Ólína eftir upplýsingum um hvort gerðar hafi verið rannsóknir á áhrifum dragnótar, botnvörpu og flotvörpu á meðal annars sjávargróður, sjávarbotninn og ástand fiskjar.

Þá óskar hún upplýsinga um hvort ráðuneytið hafi brugðist við, eða hafi í hyggju að bregðast við, vísbendingum sem fram hafa komið um áhrif veiðarfæra á lífríki sjávar og hvort flotvörpuveiðar samræmist löggjöf og viðurkenndum veiðiaðferðum erlendra ríkja. 

Hér má sjá myndband sem Ólína segir m.a. vera tilefni fyrirspurnarinnar.

Fyrirspurnin í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka