Ísland er í 11. sæti á nýjum lista stofnunarinnar Transparency International þar sem löndum er raðað eftir því hvort spilling er talin þrífast innan þeirra. Danmörk, Nýja-Sjáland og Singapúr deila efsta sætinu að þessu sinni en þar er minnsta spillingin að mati Transparency International.
Þær þjóðir, sem nú eru í 1. sæti, fá einkunnina 9,3 en gefnar eru einkunnir frá 10 niður í 0. Transparency International segir, að einkunnir yfir 9 endurspegli pólitískan stöðugleika, rótgrónar opinberar stofnanir og góða löggjöf.
Árið 2006 var Ísland í 1. sæti lista stofnunnarinnar. Árið 2007 fór Ísland niður í 6. sætið, var í 7. sæti árið 2008 og í 10. sæti í fyrra. Einkunn Íslands hefur lækkað jafnt og þétt, var 9,6 árið 2006, 9,2 árið 2007, 8,9 árið 2008, 8,7 í fyrra og 8,5 nú.
Þær þjóðir, sem eru neðst á listanum nú, eru Írak, með einkunnina 1,5, Afganistan og Búrma, með 1,4, og Sómalía með einkunnina 1,1.
Þau lönd þar sem spilling er minnst í heiminum eru þessi að mati Transparency International:
Vefur Transparency International