Sveinn Rúnar enn í Egyptalandi

Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína.
Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína. frikki

Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína, hefur ekki enn fengið leyfi til að fara inn á Gazasvæðið frá Egyptalandi, en honum var meinað það í gær.

Hann hafði fylgt hópi hjálparstarfsmanna til Egyptalands og honum var lofað á landamærum Gaza og Egyptalands að hann fengi að fara strax til baka.

Þegar hann hugðist gera það var búið að loka landamærunum, en honum hafði verið sagt að það myndi ekki gerast. Sveinn hefur engar skýringar fengið á þessu, en hann er með fullgilda vegabréfsáritun.
 

„Ég er ennþá í Egyptalandi í hafnarborginni Elesire,“ sagði Sveinn Rúnar í samtali við mbl.is á sjöunda tímanum í kvöld. „Ég hef verið í sambandið við utanríkisráðuneytið og haft hefur verið  samband við sendiherra Egyptalands í Noregi, sem sér um Ísland. Það er verið að vinna í málinu.“

Sveinn segir að fái hann ekki svar seinnipartinn á morgun, muni hann leita annarra leiða til að komast til baka á Gaza. „Ég er fremur svartsýnn á að mér verði hleypt stystu leið til Gaza. Þetta er algerlega óskiljanlegt, ég er starfandi læknir og vinn að hjálparstarfsemi. Ég myndi gjarnan vilja fá skýringar og afsökunarbeiðni frá Egyptum.“



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert