Tapaði máli vegna Hólmsheiði

Losunarsvæðið á Hólmsheiði.
Losunarsvæðið á Hólmsheiði.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu manns, sem á sumarhús og lóð á Hólmsheiði, um að felld verði úr gildi ákvörðun um losunarstað á heiðinni fyrir jarðvegsefni.

Maðurinn krafðist þess að dómurinn stöðvaði jarðvegslosun á Hólmsheiði en borgarráð samþykkti árið 2001 að heimila slíka losun. Taldi hann að þessi landnotkun samræmist ekki svæðis- og aðalskipulagi þar sem hún sé umfangsmikil, henni fylgi mikil umferð stórra flutningabifreiða, notkun vinnuvéla, umfangsmikil breyting á ásýnd lands, fok jarðefna og hætta á mengun og ljóst að ómögulegt sé að nýta svæðið til útivistar.  Leiði þetta til þess að sumar­bústaða­lóðin sé ónothæf.

Dómurinn taldi hins vegar, að maðurinn hafi ekki sýnt fram á, að friðhelgi hans og grenndarréttur hafi verið skert með þeirri jarðvegslosun, sem þarna fari fram og fullyrðingar hans um að möguleikar hans til útivistar hafi verið skertir þar sem borgin hafi byggt fjall, mengað vatn, eytt gróðri, fuglalífi og náttúru allt í kringum lóðina séu engum haldbærum gögnum studdar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert