Verður væntanlega eitthvað breytt

Margrét Sverrisdóttir.
Margrét Sverrisdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mar­grét Sverr­is­dótt­ir, formaður mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar á von á því að ein­hverj­ar breyt­ing­ar verði gerðar á til­lögu meiri­hluta ráðsins varðandi sam­skipti leik- og grunn­skóla Reykja­vík­ur­borg­ar og trú­ar- og lífs­koðun­ar­hópa. Til­lag­an var rædd á fundi ráðsins í dag en af­greiðslu frestað þar til á miðviku­dag­inn í næstu viku.

„Ég býst við því að efn­is­lega verði hún nán­ast óbreytt en vænt­an­lega verður orðalagi henn­ar breytt að ein­hverju leyti til þess að orðalag henn­ar valdi síður mis­skiln­ingi," seg­ir Mar­grét.

Hún seg­ir að eng­in ástæða sé til þess að vera með neinn asa við af­greiðslu til­lög­unn­ar og því sjálfsagt að fresta af­greiðslu henn­ar.  „Í mín­um huga vega þyngst um­sagn­ir frá menntaráði og íþrótta- og tóm­stundaráði því til­lag­an snýr ein­göngu að skóla­starf­inu. Þannig að ég vil taka það fram að það geti vel verið að hún breyt­ist ef fram koma at­huga­semd­ir um hana," seg­ir Mar­grét í sam­tali við mbl.is.

Munu greiða at­kvæði gegn til­lög­unni

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa lýst því yfir að þeir telji til­lögu meiri­hlut­ans óþarfa og muni greiða at­kvæði gegn henni í nú­ver­andi mynd, seg­ir í til­kynn­ingu frá Sjálf­stæðis­flokkn­um.  Á fundi mann­rétt­indaráðs bókuðu full­trú­ar Sjá­fl­stæðis­flokks­ins með eft­ir­far­andi hætti í til­efni frest­un­ar­inn­ar: 

„Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins von­ast til þess að með því að fresta til­lög­unni geri meiri­hlut­inn sér grein fyr­ir því að skoða þurfi málið bet­ur með vilja borg­ar­búa að leiðarljósi.

Ein af for­send­um til­lögu meiri­hlut­ans var sú að fjöl­marg­ar kvart­an­ir hefðu borist vegna heim­sókna trú­fé­laga í skól­ana, ekki fylgdu þeirri staðhæf­ingu nein­ar tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar.  Nú hafa þær verið lagðar fram og kem­ur í ljós að ein­ung­is 24 kvart­an­ir hafa borist skóla­sam­fé­lag­inu sem tel­ur tugþúsund­ir.   Hins veg­ar hafa full­trú­um í mann­rétt­indaráði borist á yfir þrjúhundruð kvart­an­ir þar sem að um­ræddri til­lögu meiri­hlut­ans er mót­mælt." 

Bannað að dreifa Nýja testa­ment­inu og Kór­arn­um

Meðal þess sem fram kem­ur í til­lögu meiri­hlut­ans er að ferm­ing­ar­fræðsla Þjóðkirkj­unn­ar og annarra trú- eða lífs­skoðun­ar­fé­laga skal fara fram utan skóla­tíma. Und­an­far­in ár hef­ur skólastarf í öll­um skól­um farið úr skorðum í a.m.k. 2 daga á hverju hausti vegna þessa.

Heim­sókn­ir starfs­manna trú­ar- og lífs­skoðun­ar­fé­laga á frí­stunda­heim­ili, í leik- og grunn­skóla, aug­lýs­ing­ar eða kynn­ing­ar á starfi þeirra í þess­um stofn­un­um sem og dreif­ing á öðru trú­ar­legu efni er ekki heim­il í starfi barna á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar. Þar með er tal­in dreif­ing trú­ar­rita s.s. Nýja testa­ment­is, Kór­ans­ins, aug­lýs­inga­bæklinga og ann­ars kynn­ing­ar­efn­is.

For­eldr­ar eiga að geta treyst því að börn þeirra verði ekki fyr­ir trú­ar­legri inn­ræt­ingu

Til grund­vall­ar þess­um ákvörðunum er sá vilji Reykja­vík­ur­borg­ar að tryggja rétt for­eldra til að ala börn sín í þeirri trú­ar- og lífs­skoðun sem þeir kjósa  og tryggja þar með trúfrelsi þeirra. For­eldr­ar eiga að geta treyst því að börn þeirra verði ekki fyr­ir trú­ar­legri inn­ræt­ingu í starf­semi borg­ar­inn­ar. Með því vinna starfs­menn Reykja­vík­ur­borg­ar sam­kvæmt mann­rétt­inda­stefnu henn­ar og mann­rétt­inda­sátt­mála sem Ísland hef­ur und­ir­geng­ist.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert