Aðgangi ferðamanna að Núpsstað lokað

Ferðamenn geta ekki ekið heim að Núpsstað vegna vegatálma á …
Ferðamenn geta ekki ekið heim að Núpsstað vegna vegatálma á heimreiðinni.

„Ég átti engan annan kost en að loka heimreiðinni. Þjóðminjasafnið útvegaði starfsmann þarna í sumar en sjálfur á ég heima á Hvoli skammt frá þar sem ég hef verið að byggja upp ferðaþjónustu.

Ég hef ekki tök á því í augnablikinu að setjast að á Núpsstað þó ég hafi fullan hug á því, auk þess sem húsin eru vart íbúðarhæf,“ segir Hannes Jónsson, eigandi jarðarinnar Núpsstaðar í Fljótshverfi, sem hefur lokað aðgangi ferðafólks og annarra að Núpsstað.

Hannes ákvað að loka heimreiðinni þar sem engin varsla eða eftirlit er tryggt við bæinn, auk þess sem umgengni ferðamanna hefur verið slæm, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert