Erfðakortið endurbætt

Kortið er fallegt í mínum augum, segir Kári Stefánsson um …
Kortið er fallegt í mínum augum, segir Kári Stefánsson um nýja erfðakortið. mbl.is/Sverrir

 Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar birta í tímaritinu Nature í dag nýtt kort af erfðamengi mannsins sem byggir á nákvæmri staðsetningu um 300 þúsund svokallaðra erfðamarka. Árið 2002 vakti sambærilegt kort, byggt á staðsetningu 5.000 erfðamarka, gríðarlega athygli. Kortið nú er það nákvæmasta sinnar tegundar sem komið hefur út, segir í frétt frá DeCode.

 Við vinnslu kortsins var byggt á gögnum sem aflað var frá 15 þúsund pörum, sem hvert og eitt stóð saman af foreldri og afkvæmi, sem tekið hafa þátt í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar hér á landi. Kortið sýnir m.a. hvernig erfðamengi mannsins endurraðast milli kynslóða.

 Í fréttatilkynningu DeCode er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra, að kortið sýni hið einstaka ferli sem orsakar líffræðilegan fjölbreytileika.

 Erfðakort er m.a. notað til að kortleggja nákvæmlega þá erfðaþætti sem tengjast sjúkdómum.

Greinin í Nature 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka