Fleiri starfsmenn en færri nemendur

Kostnaður við grunnskóla er hæstur á Íslandi.
Kostnaður við grunnskóla er hæstur á Íslandi.

Mun fleiri starfsmenn eru í grunnskólum hér á landi en í skólum í öðrum OECD-löndum.

Þetta skýrir að hluta til að kostnaður við grunnskóla er hæstur á Íslandi af OECD-löndunum þrátt fyrir að laun kennara séu talsvert undir meðaltali.

Frá 2000-2009 fjölgaði starfsmönnum grunnskóla um rúmlega þúsund manns, en á sama tíma fækkaði nemendum um 1,7%. Stuðningsfulltrúum og sérkennurum fjölgaði mest. Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, segir að fjölgunin skýrist af því að hér hafi verið mörkuð stefna um skóla fyrir alla, skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám. Öll þessi atriði kalli á fleira starfsfólk. Helga líst illa á frekari niðurskurð, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert