Íslendingur ráðinn skólastjóri norsks skóla

Frá miðbæ Tromsø.
Frá miðbæ Tromsø. mbl.is

Efemía Gísladóttir hefur verið ráðin skólastjóri alþjóðlegs skóla í Tromsö í Noregi sem tekur til starfa í janúar.

Í skólanum verða m.a. nemendur frá Súdan, Nepal, Bretlandi, Úkraínu og Kanada.

„Maðurinn minn fékk vinnu hér í borginni þannig að ég vildi líka fá starf hér í Tromsö,“ hefur norska blaðið Tromsö eftir Efemíu. Segir blaðið að ferilsskrá hennar geri hana meira en hæfa til þess að taka við starfinu.

Efemía var áður skólastjóri við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.

Fréttin í Tromsö

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert