Mest losun á Íslandi

Mengun í Eyjafirði
Mengun í Eyjafirði mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Árið 2008 losaði Ísland gróðar­húsaloft­teg­und­ir í meiri mæli en hin Norður­lönd­in, miðað við höfðatölu. Alls nam los­un kolt­ví­sýr­ings hér á landi um 15,3 tonn­um á mann. Minnst var los­un­in í Svíþjóð, 6,9 tonn á mann.

Þetta kem­ur fram í Nor­rænu hag­tölu­ár­bók­inni, sem kom út í dag.

Fyr­ir utan að vera það Norður­land­anna sem losaði mest, var Ísland eina landið sem ekki hafði dregið úr los­un frá ár­inu 1990. Dan­ir, Finn­ar, Norðmenn og Sví­ar hafa all­ir dregið úr los­un gróður­húsa­teg­unda á því tíma­bili, en mis­mikið þó.

Mest­ur var sam­drátt­ur­inn í Svíþjóð, um 18%. Á Íslandi var aukn­ing­in hins veg­ar rúm 14%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert