Nota afskurð til að drýgja fiskinn

Aukaefni í matvælum eru sífellt til umræðu, nú í Noregi.
Aukaefni í matvælum eru sífellt til umræðu, nú í Noregi. mbl.is

Með því að bæta afskurði, vatni og fosfati í fiskflök má drýgja þau um 20% og þar með auka verðmæti þeirra. Tæknin sem beitt er við þessa nýju aðferð í matvælaiðnaði er íslensk. Neytendur eru blekktir, segir norska Neytendastofan. Málið var til umfjöllunar í norska fréttaskýringaþættinum Brennipunkti í norska ríkissjónvarpinu, NRK í gærkvöld. Mikil umræða hefur verið um notkun fosfata í fiskiðnaði hér á landi og hefur Matvælastofnun frestað því til áramóta að grípa til aðgerða vegna notkunarinnar.

Í þættinum Brennipunkti kom fram að aðferðinni er nú beitt í Noregi og víðar um Evrópu. Fiskafskurður, sem annars færi í ódýrar fiskibollur, væri sprautað í fiskflök ásamt vatni og fosfati, efni sem hefur þann eiginleika að binda vel vatn.

„Þetta er góð aðferð til að nota allt hráefnið vel og svo bragðast fiskurinn betur,“ er haft eftir Trausta Eiríkssyni hjá fyrirtækinu Traust Know How Ltd. sem sérhæfir sig í lausnum fyrir fiskframleiðendur.

Trausti sagðist í þættinum ekki viss um að neytendur væru meðvitaðir um þessa aðferð en kunni þeir að meta vöruna muni þeir halda áfram að kaupa hana þrátt fyrir að þessari aðferð sé beitt til að drýgja hana.

Fegrunarlyf matvælaiðnaðarins

 Fosfat er ekki talið hættulegt í litlum skömmtum en í Brennipunkti í gær kom fram að það væri ekki leyfilegt að nota það til að drýja matvæli. Efnið er einnig notað í kjötiðnaði. Það er m.a. kallað fegrunarlyf matvælaiðnaðarins, því það getur fengið gamlan fisk, eða gamalt kjöt, til að líta út fyrir að vera ferskur.

Þrátt fyrir þessar reglur er efnið notað mikið og víða í Evrópu, að sögn fólks í matvælaiðnaðinum sem og auglýsingu fyrirtækisins Trausts.

Tveir stórir fiskframleiðendur í Noregi eru farnir að nota tækin frá Traust. Hefur fyrirtækið selt yfir 140 tæki um alla Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka