Nota afskurð til að drýgja fiskinn

Aukaefni í matvælum eru sífellt til umræðu, nú í Noregi.
Aukaefni í matvælum eru sífellt til umræðu, nú í Noregi. mbl.is

Með því að bæta af­sk­urði, vatni og fos­fati í fisk­flök má drýgja þau um 20% og þar með auka verðmæti þeirra. Tækn­in sem beitt er við þessa nýju aðferð í mat­vælaiðnaði er ís­lensk. Neyt­end­ur eru blekkt­ir, seg­ir norska Neyt­enda­stof­an. Málið var til um­fjöll­un­ar í norska frétta­skýr­ingaþætt­in­um Brennipunkti í norska rík­is­sjón­varp­inu, NRK í gær­kvöld. Mik­il umræða hef­ur verið um notk­un fos­fata í fiskiðnaði hér á landi og hef­ur Mat­væla­stofn­un frestað því til ára­móta að grípa til aðgerða vegna notk­un­ar­inn­ar.

Í þætt­in­um Brennipunkti kom fram að aðferðinni er nú beitt í Nor­egi og víðar um Evr­ópu. Fiskaf­sk­urður, sem ann­ars færi í ódýr­ar fiski­boll­ur, væri sprautað í fisk­flök ásamt vatni og fos­fati, efni sem hef­ur þann eig­in­leika að binda vel vatn.

„Þetta er góð aðferð til að nota allt hrá­efnið vel og svo bragðast fisk­ur­inn bet­ur,“ er haft eft­ir Trausta Ei­ríks­syni hjá fyr­ir­tæk­inu Traust Know How Ltd. sem sér­hæf­ir sig í lausn­um fyr­ir fisk­fram­leiðend­ur.

Trausti sagðist í þætt­in­um ekki viss um að neyt­end­ur væru meðvitaðir um þessa aðferð en kunni þeir að meta vör­una muni þeir halda áfram að kaupa hana þrátt fyr­ir að þess­ari aðferð sé beitt til að drýgja hana.

Fegr­un­ar­lyf mat­vælaiðnaðar­ins

 Fos­fat er ekki talið hættu­legt í litl­um skömmt­um en í Brennipunkti í gær kom fram að það væri ekki leyfi­legt að nota það til að drýja mat­væli. Efnið er einnig notað í kjötiðnaði. Það er m.a. kallað fegr­un­ar­lyf mat­vælaiðnaðar­ins, því það get­ur fengið gaml­an fisk, eða gam­alt kjöt, til að líta út fyr­ir að vera fersk­ur.

Þrátt fyr­ir þess­ar regl­ur er efnið notað mikið og víða í Evr­ópu, að sögn fólks í mat­vælaiðnaðinum sem og aug­lýs­ingu fyr­ir­tæk­is­ins Trausts.

Tveir stór­ir fisk­fram­leiðend­ur í Nor­egi eru farn­ir að nota tæk­in frá Traust. Hef­ur fyr­ir­tækið selt yfir 140 tæki um alla Evr­ópu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert