Fram kom í viðtali við Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs, hjá Stöð tvö í gær að búast mætti við hækkunum á útsvari auk gjaldskrárhækkana en unnið er að fjárlagagerð fyrir Reykjavík.
Hagspár bentu til þess að taka myndi minnst fimm ár að koma aftur á jafnvægi þannig að ekki dygði að grípa til tímabundinna ráðstafana.
Einar Örn Benediktsson, annar maður á lista Besta flokksins og formaður menningar- og ferðamálaráðs, hafði ekki heyrt ummæli Dags í gærkvöld, segir í Morgunblaðinu í dag.