Fiskveiðisamningar við ESB blekking

Jón Bjarnason á aðalfundi LÍÚ í dag.
Jón Bjarnason á aðalfundi LÍÚ í dag. mbl.is/Jakob Fannar

Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, sagði á aðal­fundi LÍÚ í dag, að hug­mynd­ir um að Íslend­ing­ar nái var­an­leg­um samn­ing­um í aðild­ar­viðræðum  við Evr­ópu­sam­bandið um að 200 mílna efna­hagslög­saga Íslands yrði viður­kennt sem sér­stakt fisk­veiðisvæði und­ir stjórn Íslend­inga væru aðeins blekk­ing. 

„Heyrst hef­ur það sjón­ar­mið að Ísland geti náð tíma­bundn­um eða jafn­vel var­an­leg­um samn­ing­um um að 200 mílna lög­saga okk­ar yrði viður­kennd sem sér­stakt fisk­veiðisvæði und­ir stjórn Íslend­inga. Slík­ir samn­ing­ar yrðu líkt og fisk­veiðisamn­ing­ar sem ESB gerði við Breta aðeins blekk­ing því þegar kæmi til kasta Evr­ópu­dóm­stóls­ins stæðust þeir aldrei grund­vall­ar­lög sam­bands­ins," sagði Jón.

Hann sagði, að samn­ing­ar um aðild að Evr­ópu­sam­bands­ins séu vandmeðfarn­ir, umræðan þurfi að vera vönduð og mik­il­vægt sé, að Íslend­ing­ar horfi þar til langr­ar framtíðar, á hags­muni af­kom­end­anna og líti á heild­ina í stóru sögu­legu sam­hengi. 

Þá sagðist Jón, sem ráðherra sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mála, hafa mót­mælt því aðlög­un­ar­ferli að Evr­ópu­sam­band­inu, sem nú eigi sér stað og muni ekki fall­ast á að mál­efni þau sem falla und­ir sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneytið verði aðlöguð að reglu­verki ESB meðan aðild hafi ekki verið ákveðin í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert