Fjárveitingar verða endurskoðaðar

Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði
Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði AF vef BB

Fjárveitingar til Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði í fjárlögum næsta árs verða endurskoðaðar, sagði Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra á opnum fundi Samfylkingarinnar á Ísafirði í gærkvöldi.

Yfir eitt hundrað manns sóttu fundinn þar sem Guðbjartur og Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar fluttu ávörp og svöruðu fyrirspurnum fundarmanna.

Að því er fram kemur á Skutull.is voru málefni Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða ofarlega á baugi á fundinum og margir af starfsmönnum sjúkrahússins viðstaddir. Ólína Þorvarðardóttir ítrekaði þá afstöðu sína að ekki kæmi til greina að samþykkja að sjúkrahúsþjónusta svo sem fæðingarhjálp og skurðstofu yrði lokað á spítalanum. Ólína sagði það skoðun sína að ráðuneytið hefði gert mikil mistök í fjárlagatillögum sínum og þau mistök yrði að leiðrétta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert