Fjárveitingar verða endurskoðaðar

Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði
Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði AF vef BB

Fjár­veit­ing­ar til Fjórðungs­sjúkra­húss­ins á Ísaf­irði í fjár­lög­um næsta árs verða end­ur­skoðaðar, sagði Guðbjart­ur Hann­es­son heil­brigðisráðherra á opn­um fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Ísaf­irði í gær­kvöldi.

Yfir eitt hundrað manns sóttu fund­inn þar sem Guðbjart­ur og Ólína Þor­varðardótt­ir þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fluttu ávörp og svöruðu fyr­ir­spurn­um fund­ar­manna.

Að því er fram kem­ur á Skutull.is voru mál­efni Heil­brigðis­stofn­un­ar Vest­fjarða of­ar­lega á baugi á fund­in­um og marg­ir af starfs­mönn­um sjúkra­húss­ins viðstadd­ir. Ólína Þor­varðardótt­ir ít­rekaði þá af­stöðu sína að ekki kæmi til greina að samþykkja að sjúkra­húsþjón­usta svo sem fæðing­ar­hjálp og skurðstofu yrði lokað á spít­al­an­um. Ólína sagði það skoðun sína að ráðuneytið hefði gert mik­il mis­tök í fjár­laga­til­lög­um sín­um og þau mis­tök yrði að leiðrétta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert