Fleiri breytingar í farvatninu

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi

Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, sagði á aðalfundi LÍÚ í dag, að fylgt sé heildstæðri stefnu í sjávarútvegsmálum þjóðarinnar og þar sé hvergi hvikað. 

„Stefnan er mörkuð en það er jafnframt skýr vilji til umræðu í leit að bestu lausn. Það hafa á þessu ári átt sér stað breytingar og það eru fleiri breytingar í farvatninu og ástæðan fyrir þeim á sér þær djúpar rætur sem allir þekkja," sagði Jón. „Framan í þessar breytingar þurfa menn að þora að horfa og taka þátt í þeim af opnum hug en ekki stinga höfðinu í sandinn. Það færir engum neitt."

Adolf  Guðmundsson, formaður LÍÚ, sagði í setningarræðu sinni á fundinum í dag, að allt frá því að núverandi ríkisstjórn komst til valda hafi mikilvægasta verkefni LÍÚ falist í því að berjast gegn illa ígrunduðum og óraunhæfum hugmyndum stjórnvalda um breytingar á fiskveiðilöggjöfinni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka