Gott ástand loðnustofns

Loðnuveiðar
Loðnuveiðar mbl.is/Árni Sæberg

Loðnu­leiðang­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar að und­an­förnu bend­ir til þess að magn ung­loðnu er mun meira en mælst hef­ur í mörg ár. Eins hef­ur orðið vart við eldri loðnu, það er loðnu sem kem­ur til með að hrygna á kom­andi vetri, og er ástand henn­ar gott.

Í ljósi þess að nú þegar hef­ur mælst meira en sem nem­ur 400 þúsund tonn­um, sem afla­regla kveður á um að sé skilið eft­ir til hrygn­ing­ar, er nú ljóst að Haf­rann­sókna­stofn­un­in mun veita ráðgjöf um afla­mark fyr­ir kom­andi vertíð fljót­lega eft­ir að leiðangr­in­um lýk­ur.

Þó þess­ar niður­stöður bendi til að ástand loðnu­stofns­ins og horf­ur í loðnu­veiðum séu betri en verið hef­ur um nokk­urt skeið, benda mæl­ing­arn­ar þó til að hrygn­ing­ar­stofn loðnunn­ar sé enn mun minni en hann var í lok síðustu ald­ar, sam­kvæmt frétt frá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un.

Eins og fram hef­ur komið hef­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­in staðið fyr­ir um­fangs­mikl­um leiðangri rann­sókna­skip­anna Árna Friðriks­son­ar og Bjarna Sæ­munds­son­ar um­hverf­is landið sem einnig nær til græn­lenskr­ar lög­sögu. Í þess­um leiðöngr­um hafa verið sam­einuð þrjú rann­sókna­verk­efni, þ.e. stofn­mæl­ing botn­fiska að haust­lagi (haustr­all), loðnu­mæl­ing og mæl­ing­ar á ástandi sjáv­ar.

Bjarni Sæ­munds­son kom til hafn­ar í Reykja­vík þann 21. októ­ber sl., en Árni Friðriks­son er ekki vænt­an­leg­ur fyrr en um eða eft­ir aðra helgi þar sem út­breiðsla loðnu­stofns­ins hef­ur verið meiri en gert var ráð fyr­ir í upp­hafi. Aðstæður til mæl­inga hafa yf­ir­leitt verið góðar og mjög lít­ill ís verið á rann­sókna­svæðinu.

Sjá nán­ar á vef Hafró

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert