Hefur ekkert með ríkið að gera

Á álverslóðinni við Helguvík.
Á álverslóðinni við Helguvík. mbl.is/Golli

„Menn hafa bundið mikl­ar von­ir og vænt­ing­ar við stór fjár­fest­ing­ar­verk­efni, sér­stak­lega ál­ver, sem hafa síðan taf­ist af ástæðum sem að mínu mati hafa bók­staf­lega ekk­ert með rík­is­stjórn­ina að gera,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra að lokn­um borg­ar­a­fundi um at­vinnu­mál í Stap­an­um.

Föst­um skot­um var skotið að rík­is­stjórn­inni og meintu aðgerðal­eysi henn­ar í at­vinnu­mál­um Suður­nesja og tók Stein­grím­ur á sig hit­ann og þung­ann af þeirri gagn­rýni þar sem hann sat við hlið Kristjáns Möllers, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og full­trúa Katrín­ar Júlí­us­dótt­ur iðnaðarráðherra á fund­in­um.

Stein­grím­ur vísaði því að lokn­um fundi aðspurður á bug að taf­ir á fram­kvæmd­um í Helgu­vík hefðu með rík­is­stjórn­ina að gera. 

„Það er ekki hægt að kenna rík­is­stjórn­inni um það þó að orku­öfl­un­arþátt­ur­inn sé í óvissu, að menn hafi ekki náð samn­ing­um, að ekki hafi tek­ist að ljúka við skipu­lags­mál eða að sum fyr­ir­tækj­anna eigi í erfiðleik­um með að fjár­magna sig,“ sagði Stein­grím­ur.

Um­kenn­ing­ar­leik­ur hef­ur ekk­ert upp á sig

- Þú verst gagn­rýnd­ur harðlega á fund­in­um. Hvernig svar­arðu þeirri gagn­rýni sem hér kom fram?

„Ég svaraði henni þannig að það hefði ekk­ert upp á sig að vera í ein­hverju karpi og um­kenn­ing­ar­leik; við kæm­ust ekki hænu­fet með þeim hætti. Sum­ir tóku und­ir það, þar á meðal bæj­ar­stjór­arn­ir í Reykja­nes­bæ og Sand­gerði. Ég bauð upp á sam­starf stjórn­valda, bæj­ar­fé­lag­anna og heima­manna og tel það væn­leg­asta kost­inn.

Svæðið hef­ur orðið fyr­ir áföll­um. Héðan fór eitt stykki her og menn höfðu neitað að horf­ast í augu við að það væri að ger­ast og voru því van­bún­ir þegar það gerðist. Hér fór stór fjár­mála­stofn­un á hliðina sem er Spari­sjóður Kefla­vík­ur. Ríkið mun end­ur­fjármagna hana með mikl­um fjár­mun­um þannig að þetta eru stórat­b­urðir, stór­ir og erfiðir hlut­ir sem hér hafa gerst.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert